Endurnýjun Aðgangskorta
Hérna eru leiðbeiningar um hvernig á að endurnýja aðgangskortin ef þau eru runnin út
Starfsmaður hjá Braggaparkinu mun hafa samband við ykkur og láta vita þegar aðgangskortin eru runnin út (ATH Gömlu kortin eru ekki ónýt, endilega geyma þau því við munum uppfæra þau hjá okkur hérna)
Fyrir Fullorðinskortin þá mæli ég með því að athuga hvort að stéttarfélagið sem þið eruð að borga í bjóði uppá einhverskonar Íþróttastyrk, þá er hægt að sækja um endurgreiðslu frá þeim, (Upphæð/Prósenta endurgreiðslu er mismunandi á milli stéttarfélaga)
það eru 3 leiðir til að endurnýja:
1. Kaupa nýtt hérna á síðunni okkar www.braggaparkid.is
þar velur maður: Barna eða Fullorðins Mánaðar/Hálfsárs/Árskort og kaupir svo sendir maður kvittunina á braggaparkid@gmail.com eða mætir með kvittunina til að sýna næst þegar á að mæta til okkar
2. Kaupa með Tómstundarstyrknum:
Það er gert í gegnum nóra kerfið, þá fer maður inná https://www.sportabler.com/
3. Borga á staðnum:
það er líka hægt að kaupa á staðnum hjá okkur, Erum með POSA núna!
Þið sem hafa ekki fengið límmiða með lógóinu okkar á kortin ykkar þá endilega biðja um það í afgreiðslunni, það er auðveldara til að nýta öll tilboðin sem eru í boði fyrir okkar korthafa sem eru
Blackbox Pizza: 15% Afsláttur af öllum matseðil
Lemon: 15% Afsláttur af öllum matseðil
Fabrikkan: 15% Afsláttur af öllum matseðil
Krakkasport.is: 10% Afsláttur af Hlaupahjólavörum